Verkefni

Við sérhæfum okkur í hönnun og ráðgjöf fyrir sjálfbærar orku- og mannvirkjalausnir sem standast ströngustu gæðakröfur.

AtNorth

AtNorth gagnaver

Hönnun á kælikerfi, lagnakerfi og slökkvikerfi (Misturkerfi) fyrir gagnaver AtNorth á Fitjum í Reykjanesbæ og á Akureyri.

Verkefnið er sístækkandi vegna aukinnar eftirspurnar og er hönnun á fleiri byggingum enn í gangi.

HS Orka

HS Orka varaaflsvélar

ÓJS Verkfræðistofa fór með hönnun og verkefnastjórnun á uppsetningu varaaflsvéla HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi.

Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan ratsjárstöðvar

Landhelgisgæslan ratsjárstöðvar

Hönnun og uppsetning á kælikerfi fyrir ratsjárstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ratsjárstöðvarnar eru hluti af íslenska loftvarnakerfinu.

Ratsjárstöðvarnar fjórar eru staðsettar á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokknesi.

Veitur

Veitur Reynisvatnsheiði

Verkerftirlit á smíði stofnæðar og uppsetningu vélbúnaðar í stýrihúsi fyrir dreifikerfi hitaveitu Veitna á Reynisvatnsheiði.